137. löggjafarþing — 59. fundur,  28. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:12]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S):

Virðulegi forseti. Það skortir á varðandi a-lið þessarar tillögu að útskýrð sé þýðing þess að fella út orðin „með þeim fyrirvörum sem fram koma í lögum þessum“ úr breytingartillögu sem kemur frá meiri hluta nefndarinnar. Ég tel mikilvægt að fram komi að ríkisábyrgðin stendur að baki höfuðstól og vöxtum lánasamninganna með þeim fyrirvörum sem fram koma í lögunum. Þess vegna tel ég skynsamlegra að tillaga meiri hluta nefndarinnar, eins og hún er í a-liðnum, verði samþykkt frekar en þessi því að ég tel að þessi orð, sem setja hlutina í samhengi, séu mjög mikilvæg.