137. löggjafarþing — 59. fundur,  28. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:22]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Frú forseti. Fyrrnefndur Indefence-hópur hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að í raun hefðu einu skynsamlegu málalyktirnar verið þær að þingið vísaði þessu máli frá. Ég er sammála þeirri niðurstöðu en tek þó undir að við þær aðstæður sem upp voru komnar, óvissu um hvort fyrirvarar héldu, er þetta eðlileg viðbót. Hins vegar verðum við að hafa í huga að með þessu er verið að gera fyrirvarana að nýju samningstilboði. Það er ætlast til þess að Bretar og Hollendingar staðfesti tilboðið frá Alþingi Íslendinga og þá verðum við að spyrja okkur hvort tilboðið sem lagt er fram sé ásættanlegt. Það er það svo sannarlega ekki.