137. löggjafarþing — 59. fundur,  28. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:28]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Formaður Sjálfstæðisflokksins kom upp í ræðupúlt áðan og sagði að það væri gríðarlega mikilvægt að þetta ákvæði væri skýrt. Hér er árétting á því að ríkisábyrgðin falli niður 5. júní 2024. Ég bendi á að í næstu atkvæðagreiðslu koma einmitt fram þeir fyrirvarar sem meiri hlutinn leggur til að verði settir. Og hvað segir þar?

Þar segir: „Nú virðist á einhverjum tíma stefna í að lánsfjárhæðin ásamt vöxtum verði ekki að fullu greidd í lok lánstímans vegna hinna efnahagslegu viðmiða og skulu aðilar lánasamninganna þá tímanlega eiga með sér viðræður um meðferð málsins …“

Hvað þarf að ræða ef ríkisábyrgðin fellur raunverulega niður? Þar liggur blekkingin. Þar liggur stóra blekkingin, ef eitthvað gerist (Forseti hringir.) sem Íslendingum er í hag á enn á ný að ræða við Hollendinga og Breta. (Heilbrrh.: Ekki tala hagsmuni Íslendinga niður.)