137. löggjafarþing — 59. fundur,  28. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:35]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hér er eingöngu um að ræða styrkingu á breytingartillögu meiri hlutans. Hún gengur einfaldlega út á það að fáist úr því skorið fyrir þar til bærum úrlausnaraðila, þá eigi einfaldlega að ganga á ný til viðræðna við Hollendinga og Breta. Hér er áréttað að sami fyrirvari eigi við ef betri réttur skapast á sviði Evrópulöggjafar, hún skýrist, eða ef lagaleg skylda til að ábyrgjast innstæður minnkar eða á annan hátt liggur fyrir að ríkisábyrgð sé ekki til staðar.

Ég óskaði eftir því að Stefán Már Stefánsson lagaprófessor kæmi fyrir fjárlaganefnd til að skýra þennan lið. Því var hafnað. Ég hef rætt við færustu lögmenn, þar á meðal hér úr hópi þingmanna, sem segja að breytingartillögur meiri hlutans séu það rýrar (Forseti hringir.) að það þurfi í rauninni eitthvað að detta af himnum ofan til að þetta falli Íslendingum í hag. Ég segi já.