137. löggjafarþing — 59. fundur,  28. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:47]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Forseti. Það er ekki ofmælt að hér sé á ferðinni eitt stærsta og erfiðasta viðfangsefni sem Alþingi hefur fengist við um langt skeið. Það er engu okkar gleðiefni að þurfa að vinna úr þeim hörmungum sem efnahagshrunið sl. haust orsakaði en það verkefni er hins vegar óhjákvæmilegt og lausn þess máls sem hér er til afgreiðslu er þýðingarmikill áfangi á þeirri vegferð. Nú er brýnt að horfa fram á veg og við sameinumst í að vinna okkur út úr erfiðleikunum og byggja upp efnahags- og atvinnulíf okkar. Við höfum alla burði til þess og við eigum að líta björtum augum til framtíðar. Ég segi já.