137. löggjafarþing — 59. fundur,  28. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:48]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F):

Frú forseti. Nú þegar við 63 alþingismenn á Alþingi Íslendinga greiðum atkvæði um eina stærstu skuldbindingu sem verið er að setja á herðar íslenskri þjóð er mikilvægt að vel hafi verið staðið að allri vinnu innan dyra. Við framsóknarmenn höfum verið sakaðir um að hafa málað okkur út í horn í þessari umræðu þrátt fyrir að eiga marga fylgismenn úti í samfélaginu sem síðast í gær bentu á að margt megi betur fara í vinnubrögðum Alþingis í þessu máli. Í samræmi við þá sannfæringu mína að ekki sé búið að vinna þetta mál nægilega vel af hálfu Íslendinga segi ég tvímælalaust nei við þessu í þessari atkvæðagreiðslu og ég hvet aðra félaga mína á þingi að gera slíkt hið sama.