137. löggjafarþing — 59. fundur,  28. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[11:01]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Það er ekki breið samstaða í Icesave-málinu, hér er ekki 63:0. Nú þegar hafa þingmenn úr þremur stjórnmálaflokkum greitt atkvæði gegn þessum samningi.

Framsóknarmenn telja eðlilegast og heiðarlegast að hafna því að veita ríkisábyrgðina og setjast þess í stað að samningaborðinu að nýju og freista þess að ná sanngjarnari niðurstöðu. Komið hefur í ljós að þjóðarbúið er mun skuldsettara en þegar samningurinn var undirritaður. Fyrirvararnir sem hafa verið ræddir eru til bóta en þeir ganga ekki nógu langt að okkar mati.

Fram hefur komið að hæstv. forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi sagt að samningunum verði ekki raskað með þessum fyrirvörum, þetta rúmist allt innan samninganna. Bretar og Hollendingar munu ekki fara gegn þeirri niðurstöðu sem hér er að verða því að hér er þjóðþing fámennrar þjóðar sem stendur í efnahagslegu fárviðri að taka ákvörðun í mjög óréttlátu máli.

Niðurstaðan sem hér er að verða er röng. Réttara er að vísa ríkisábyrgðinni frá (Forseti hringir.) og freista þess að ná sanngjarnari niðurstöðu. Þetta mál er allt of stórt til að við látum ekki (Forseti hringir.) á það reyna, virðulegur forseti. Ég segi nei.