137. löggjafarþing — 59. fundur,  28. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[11:03]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Ég segi já, í fyrsta lagi vegna þess að ég treysti því að hér sé að verða til efniviður í eins farsæla lausn á þessu máli og í boði er. Ég segi já í öðru lagi vegna þess að ekki verður undan því komist að leysa þetta mál. Við eigum ekki val í þeim efnum, það hverfur ekki. Og ég segi já í þriðja lagi vegna þess að þetta mál hefur staðið og mundi óleyst standa í vegi fyrir fjölmörgum mikilvægum verkefnum sem verður að vinna og tengjast úrvinnslu efnahagshrunsins sem hér varð og nauðsynlegrar endurreisnar í íslensku efnahagslífi og íslenskum þjóðarbúskap.

Ég segi því já með góðri samvisku vegna þess að það er ekkert annað skynsamlegt að gera. Ég segi já, jafnvel þótt fyrr hefði verið.