137. löggjafarþing — 59. fundur,  28. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[11:06]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Það hillir undir lok á afar erfiðum og löngum pólitískum vetri hér á landi. Það þing sem Íslendingar kusu 25. apríl fékk það hlutverk að reisa land og þjóð úr rústum bankahrunsins. Það krefst erfiðra, umdeildra og jafnvel þungbærra ákvarðana eins og þeirra sem hér er verið að greiða atkvæði um. Það er okkar hlutverk að reisa efnahagslíf Íslands við, það er okkar hlutverk að taka erfiðar ákvarðanir, það er okkar hlutverk að gefa fólki von um framtíðina — og þess vegna segi ég já, frú forseti.