138. löggjafarþing — 3. fundur,  6. okt. 2009.

efnahagshrun og endurreisn, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[17:27]
Horfa

Anna Pála Sverrisdóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Illugi Gunnarsson gerir því skóna að frjálshyggja eða ekki frjálshyggja sjáist á minni eða meiri ríkisútgjöldum. Hvað mig varðar birtist frjálshyggjan á Íslandi í gróðærinu ekki síst þannig að engu var skeytt um reglusetningu og eftirliti hins opinbera með fjármálamörkuðum var markvisst haldið í lágmarki. Einnig auglýsti hv. þingmaður eftir sterkari seðlabanka og vil ég benda honum á evrópska seðlabankann.