138. löggjafarþing — 3. fundur,  6. okt. 2009.

efnahagshrun og endurreisn, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[17:30]
Horfa

Anna Pála Sverrisdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil biðja hv. þingmann að jafna ekki saman því hruni sem varð á Íslandi og erfiðleikum sem aðrir þjóðir eiga vissulega við að stríða nú um stundir. Staðreyndin er sú að þrátt fyrir að Ísland sé, eins og hv. þingmaður bendir á, hluti af evrópska fjármálamarkaðnum þá giltu hér ekki sömu reglur að öllu leyti og gerðu til að mynda á Norðurlöndunum þar sem þær voru mun betur útfærðar. Ekki skiptir minna máli að reglunum sé fylgt eftir með eftirliti en á það vantaði á Íslandi og það var markvisst af hálfu stjórnenda.