138. löggjafarþing — 4. fundur,  7. okt. 2009.

tilkynning um dagskrá.

[13:33]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Tvær utandagskrárumræður fara fram í dag. Hin fyrri hefst um kl. 2, að loknum dagskrárliðnum Óundirbúnar fyrirspurnir, og er um nýtingu orkulinda til orkufreks iðnaðar og stöðugleikasáttmálann. Málshefjandi er hv. þm. Kristján Þór Júlíusson og hæstv. iðnaðarráðherra Katrín Júlíusdóttir verður til andsvara.

Hin síðari hefst kl. 2.30 í dag og er um stöðu heimilanna. Málshefjandi er hv. þm. Guðmundur Steingrímsson. Hæstv. félagsmálaráðherra Árni Páll Árnason verður til andsvara. Umræðurnar fara fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund.