138. löggjafarþing — 4. fundur,  7. okt. 2009.

Icesave og EES-samningurinn.

[13:50]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér hefur verið rætt um Icesave í dag og það sem ég ætla að spyrja hæstv. utanríkisráðherra um snýr einmitt að þeim samningi líka. Fræðimenn hafa látið hafa eftir sér í morgun að gangist Íslendingar ekki undir þær skuldbindingar sem Icesave-samningurinn hljóðar upp á sé EES-samningurinn í uppnámi. Ég vil því bara vinda mér beint í efnið og spyrja um álit hæstv. utanríkisráðherra: Telur hann að EES-samningurinn sé í uppnámi, göngumst við ekki undir þær skuldbindingar sem Bretar og Hollendingar leggja á okkur sem þjóð?