138. löggjafarþing — 5. fundur,  8. okt. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[14:51]
Horfa

Þráinn Bertelsson (U) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er greinilega sammála hv. þm. Oddnýju G. Harðardóttur um marga hluti. Þó er ég ekki sammála henni um að alls staðar þurfi að skera niður. Ég er sannfærður um að við þurfum að skera niður víða en sums staðar þurfum við að halda aftur af okkur og hlúa að í stað þess að skera niður.

Ég vildi í andsvari mínu áðan árétta að þetta tímabil sparnaðar og ráðdeildar eigum við að nota, ef eitthvert vit er í kollinum á okkur, til að forgangsraða hlutum. Forgangsröðun í íslensku grunnskólakerfi er kannski ekki sú allra besta (Forseti hringir.) og nú er tækifærið til að gera stefnubreytingu.