138. löggjafarþing — 5. fundur,  8. okt. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[14:53]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að við séum sammála, ég og hv. þm. Þráinn Bertelsson. Ég er algerlega sammála því að við þurfum að forgangsraða en niðurskurður kemur við okkur öll og auðvitað eigum við að verja sumt frekar en annað. Það er sjálfsagt mál og það er líka andi fjárlaganna. En rekstur grunnskólanna er á herðum sveitarfélaganna. Ríkið er hins vegar með eftirlitshlutverk og það er að sjá til þess að grunnskólalögum sé framfylgt og smíða góðar námskrár til að skólastarfið gangi sem faglegast og best fyrir börnin.