138. löggjafarþing — 5. fundur,  8. okt. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[15:52]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil sérstaklega þakka hv. þm. Unni Brá Konráðsdóttur fyrir þessa spurningu vegna þess að ég hef sjálfur margoft spurt mig eftir að ég settist á þing: Hvernig er vinnulagið á þinginu? Ég hef unnið alla mína tíð hjá einkafyrirtækjum. Þar er unnið mjög vel og mikið og ef menn standa sig ekki eru þeir reknir og enginn þarf svo sem að hafa áhyggjur af því.

Í þinginu eru stunduð eftirfarandi vinnubrögð í allt of miklum mæli: Framkvæmdarvaldið hendir illa tilbúnum afurðum sínum í þingheim og hann skal gera svo vel og samþykkja. Þetta er ólíðandi og þessu ber að breyta.