138. löggjafarþing — 5. fundur,  8. okt. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[16:48]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að benda á mikilvægi lögreglunnar. Ef ég má nota tækifærið langar mig að nefna að mikilvægi stofnana ráðuneytisins er mikið nú á tímum. Mjög mikið mæðir á réttarvörslukerfinu, það er ekki einungis lögregla, það eru saksóknarar, dómarar og fangelsi. Eins og ég hef sagt stöndum við í ströngu í dómsmálaráðuneytinu og undirstofnunum okkar.