138. löggjafarþing — 5. fundur,  8. okt. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[16:52]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég efast ekki um að margir geti tekið undir orð þingmannsins. Margir eru þeirrar skoðunar að ekki sé ráðlegt að fækka sýslumannsembættum. Í því sambandi höfum við nálgast þetta viðfangsefni um hagræðingu á þeirri forsendu að fjárveitingum milli embættanna er misskipt í rauninni eftir verkefnum. Það eru stór og burðug embætti en það eru líka minni embætti sem eiga erfitt með að taka þann niðurskurð sem er í bígerð þannig að ég verð bara að segja af þessu tilefni að auðvitað þarf að vanda til verka.