138. löggjafarþing — 6. fundur,  13. okt. 2009.

staða sparisjóðanna.

[14:09]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Gylfi Magnússon):

Frú forseti. Ég held að það efist enginn um að við erum ekki búin að ræða í eitt skipti fyrir öll málefni íslenskra sparisjóða þannig að þau eiga án efa eftir að koma aftur hingað til þingsins, hvort sem það verður vegna umræðna um breytingar á lagaumgjörð sparisjóðanna eða vegna annars. Ef menn vilja þá reyna að skerpa á þessari sérstöðu sparisjóðanna, einkum samfélagslegu hlutverki þeirra, treysti ég mér til að lýsa því yfir að ég mun styðja menn til allra góðra verka í því.