138. löggjafarþing — 6. fundur,  13. okt. 2009.

endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn.

17. mál
[18:19]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil eins og ráðherrann þakka fyrir þessa umræðu í dag og eins og hæstv. ráðherra sagði þá er hún að einhverju leyti kunnugleg.

Mig langar til að fá algjörlega á hreint frá hæstv. ráðherra hvort hann hafi engar áhyggjur af því að þetta frumvarp gangi ekki nógu langt og þetta geti valdið EES-samningnum skaða? Þetta er skýr og einföld spurning og ég hlakka til að fá skýrt og einfalt svar.

Síðan langar mig líka til að spyrja hæstv. ráðherra hvort hann hafi við undirbúning og smíði þessa frumvarps rætt þessi mál við einhvern sjálfur, kollega sína frá Noregi eða öðrum ríkjum innan EES eða Evrópusambandsins. Hefur hann einhverja fullvissu fyrir því frá kollegum sínum í útlöndum að þetta mál standist?