138. löggjafarþing — 6. fundur,  13. okt. 2009.

almenn hegningarlög.

16. mál
[18:40]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tek undir þau orð hæstv. ráðherra að mikilvægt sé að þetta mál verði að lögum á þessu þingi. Ég vildi aðeins spyrja hæstv. ráðherra út í þær breytingar sem eru á frumvarpinu miðað við fyrri frumvörp sem hafa komið fram og eru að mestu leyti samhljóða. Hvaða breytingar eru það og hvernig stendur á því að frumvarpið er ekki óbreytt frá því sem var þegar það var lagt fram á þingum haustið 2008 og 2007?