138. löggjafarþing — 6. fundur,  13. okt. 2009.

almenn hegningarlög.

16. mál
[19:01]
Horfa

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil taka fram að formaður allsherjarnefndar er löglega forfölluð frá umræðunni og lét mig vita af því með fyrirvara.

Ég átti við í minni fyrri ræðu að auðvitað getur maður nýtt sér þá vinnu sem undanfarin þing hafa unnið að málum. Hvað varðar náttúruverndaráætlun 2009–2012 gerði ég undantekningu frá þeirri skoðun minni að sú vinna ætti ekki að fara fram engu að síður að mati nefndarinnar hvað yrði gert. Svo var ástatt um það mál að það er lögbundið að leggja fram náttúruverndaráætlun til fjögurra ára. Slík áætlun sem lá frammi var fyrir árin 2009–2012 og ég taldi ótækt að þingið á þeim forsendum afgreiddi ekki málið frá sér. Ég er algerlega sammála því að hér er fjöldinn allur af nýjum þingmönnum sem þurfa að skoða málið frá öllum hliðum og ég var sjálfur ekki í allsherjarnefnd á vorþinginu frá febrúar fram að kosningum í apríl.