138. löggjafarþing — 7. fundur,  14. okt. 2009.

fyrirkomulag umræðna um störf þingsins.

[14:05]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég vil, af því tilefni að ég kemst ekki aftur á mælendaskrá frekar en ýmsir aðrir sem tóku þátt í umræðunni um störf þingsins, beina því til forsetadæmisins alls að endurskoða framkvæmd þess liðar undir þingsköpum sem heitir Störf þingsins þannig að hann geri gagn. Að hægt sé að eiga hér skoðanaskipti og samræður án þess að þær verði „botnlausar“ eins og nú er t.d. orðið í samskiptum okkar hv. þm. Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Þó að það hafi byrjað vel hefði ég mjög gjarnan viljað geta endað svar mitt þannig að það væri ekki botnlaust. Það er eitthvað í ólagi með þennan lið, frú forseti. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)