138. löggjafarþing — 7. fundur,  14. okt. 2009.

fyrirkomulag umræðna um störf þingsins.

[14:08]
Horfa

Forseti (Steinunn Valdís Óskarsdóttir):

Forseti vill ítreka það sem sagt var í upphafi undir liðnum Um fundarstjórn að málið mun verða tekið upp í forsætisnefnd þar sem fulltrúar allra flokka eiga sæti og þar verður farið yfir málið. Þingsköp Alþingis eru auðvitað alltaf í stöðugri endurskoðun og er ágætt að fá ábendingar þingmanna undir liðnum Um fundarstjórn um það sem betur má fara í fundarstjórn forseta.