138. löggjafarþing — 8. fundur,  15. okt. 2009.

ummæli seðlabankastjóra um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

[10:38]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Það er auðvitað hægt að tala um að það er alveg óviðunandi ef það er svo að tvær þjóðir hafi á undanförnum vikum og mánuðum getað haldið endurskoðun á áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í gíslingu og það virðist vera að það hafi verið gert. Það er óviðunandi fyrir Ísland að það sé gert. En ég tel að ef við náum þeirri lausn sem ég talaði um, sem ég hef fulla trú á, sem er það viðunandi að hægt er að leggja málið fyrir þingið og það feli í sér breytingar á þeirri niðurstöðu sem varð í þinginu í ágúst, tel ég að það losni um þessa áætlun. En gerist það ekki og við treystum okkur ekki til að fara með málið í þingið óttast ég að dráttur verði á því að við fáum endurskoðun á áætluninni. Þá þurfum við auðvitað að fara yfir stöðuna á nýjan leik vegna þess að það er óviðunandi að þetta sé búið að dragast allan þennan tíma.

En ég ítreka að ég held í vonina um að það komi lausn á þessu máli innan tíðar (Forseti hringir.) og þar með endurskoðuninni á áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.