138. löggjafarþing — 8. fundur,  15. okt. 2009.

orð forsætisráðherra um skattamál.

[11:06]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég velti fyrir mér hvort ég og hv. 2. þm. Suðurk., Ragnheiður E. Árnadóttir, höfum verið á sama fundi hér áðan. Ég veit ekki til þess að ég hafi slegið út af borðinu boðaðar skattbreytingar í fjárlagafrumvarpinu. Þessi 1 kr. á kílóvattstund sem þarna er nefnd varðandi orkumálin er sett sem dæmi …

(Forseti (RR): Forseti biður hæstv. forsætisráðherra að ræða fundarstjórn forseta.)

… en það er ekkert endanlegt í þessu.

Virðulegi forseti. Ég þekki það vel að maður á að ræða fundarstjórn forseta undir þessum dagskrárlið en fordæmið var mér gefið af hv. þm. Ragnheiði E. Árnadóttur. Ég get auðvitað líka borið af mér sakir vegna þess að hún fór með rangt mál og sneri út úr ummælum mínum áðan.