138. löggjafarþing — 8. fundur,  15. okt. 2009.

orð forsætisráðherra um skattamál.

[11:09]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Ég vek athygli hæstv. forseta á því að hér er búið að tala fyrir fjárlagafrumvarpinu (Gripið fram í.) og búið að senda það í nefnd. Það er Alþingi Íslendinga sem ákveður fjárlög, þar með skattlagningu. Málið hefur verið sent til efnahags- og skattanefndar og til fjárlaganefndar og verður þar til umfjöllunar. Ég ætla bara að biðja hv. þingmenn að biðjast ekki undan því að taka þessi verkefni með því að óska eftir því að framkvæmdarvaldið (Forseti hringir.) gangi frá hlutunum til enda, heldur láti okkur hv. þingmenn ganga frá málinu.

(Forseti (RR): Forseti beinir þeim tilmælum til þingmanna að ræða fundarstjórn forseta.)

Hæstv. forseti. Þetta snýr að því að hér er talað gegn þinginu og óskað eftir því að þingið afsali sér réttindum til framkvæmdarvalds, skili málinu þangað aftur og það varðar stjórn forseta. (Gripið fram í.) (Gripið fram í.)