138. löggjafarþing — 8. fundur,  15. okt. 2009.

nauðsynlegar bráðaaðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála.

3. mál
[12:21]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil fá að taka fram að ég er mjög sátt við þessar tillögur sem koma frá sjálfstæðismönnum. Mér finnst þær mjög góðar og get tekið undir mjög margt. Ég vil hins vegar ítreka þá ábendingu sem ég kom með áðan að ég held að ég og hv. þingmaður séum alveg sammála um að við eigum að halda utan um velferðarkerfið. Ég held að þeir fjármunir sem fóru inn í það verði stór þáttur í að byggja það upp. Þessi ráðuneyti sem ég nefndi hérna áðan eru þó ekki velferðarráðuneyti, aðeins eitt af sex ráðuneytum. Samt var þetta mikil aukning á fjárframlögum til þeirra. Ég held því að samkvæmt þessu ætti að vera heilmikið svigrúm til þess að taka til í þeim ráðuneytum sem ég nefndi áðan.