138. löggjafarþing — 8. fundur,  15. okt. 2009.

nauðsynlegar bráðaaðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála.

3. mál
[13:03]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Nú líður að hádegishléi. Ég geri ráð fyrir að núna verði gert hálftíma hlé. Ég vil eindregið hvetja hæstv. forseta til þess að nýta tímann og fá hingað til leiks eftir hlé forsætisráðherra og ekki síður nýjan efnahags- og viðskiptaráðherra til þess að sitja hér, hlusta á umræðuna og taka þátt í henni. Ég er farin að halda að það sé holur hljómur hjá stjórnarmeirihlutanum þegar þeir tala um að þeir vilji hlusta á allar nýjar tillögur og ræða þetta, eins og hv. þm. Guðbjartur Hannesson kom hér inn á áðan, þegar menn vilja síðan ekki einu sinni taka þátt í umræðunni. Ég held að það veiti ekki af fyrir ríkisstjórnina að hlusta á nýjar tillögur því hún er á harðahlaupum frá eigin tillögum, hvort sem við ræðum fjárlagafrumvarpið, skattahækkanir eða eitthvað annað. (Gripið fram í.)

Frú forseti. Það veitir ekki af að við höfum ráðherra viðstadda umræðuna, efnahags- og viðskiptaráðherra, fjármálaráðherra og forsætisráðherra, þannig að við getum átt samræður um uppbyggilegar tillögur til framfara fyrir íslenskt samfélag.