138. löggjafarþing — 8. fundur,  15. okt. 2009.

nauðsynlegar bráðaaðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála.

3. mál
[17:36]
Horfa

Guðrún Erlingsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek hjartanlega undir það sem Ragnheiður sagði. Lífeyrissjóðirnir eru eign sjóðsfélaganna (Gripið fram í: Hv. þingmaður.) — hv. þm. Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Ég sit í sjóðnum sem fulltrúi launþega. Ég hef sett hér fram rök fyrir máli mínu og við þau rök stend ég. Þessar áherslur eru aðför að launþegum þar sem þetta kemur til með að rýra til muna lífeyri þeirra í framtíðinni. Hins vegar sagði ég áðan að ég fagna því að menn reyni að koma með nýjar tillögur. Það er gott. Þessi tillaga gengur hins vegar ekki upp með þeim rökum sem ég benti á.

Fyrst ég hef smátíma í viðbót vil ég taka undir orð hv. þm. Ásmundar hér áðan varðandi að fá innspýtingu í þjóðlífið með því að bæta við fiskveiðikvótann. Ef það er hægt þá er það sannarlega þess virði og vonandi er það hægt.