138. löggjafarþing — 10. fundur,  19. okt. 2009.

tilkynning um dagskrá.

[15:03]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Um kl. 3.30 í dag, að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma, fer fram utandagskrárumræða um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Ísland. Málshefjandi er hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hæstv. fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 3. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í tæpa klukkustund.