138. löggjafarþing — 10. fundur,  19. okt. 2009.

orð fjármálaráðherra, undirritun Icesave.

[15:37]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Það eru tvö atriði sem ég vildi gera athugasemdir við undir þessum lið, fundarstjórn forseta. Annars vegar tel ég að hæstv. fjármálaráðherra hefði átt að fá tiltal vegna ummæla sem hann lét falla úr ræðustól áðan í garð hv. þm. Tryggva Þórs Herbertssonar sem voru ráðherranum auðvitað til skammar.

Hins vegar vildi ég nefna að núna, meðan þessi þingfundur stendur, hef ég orðið þess var í fjölmiðlum að undirritaður hafi verið fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands samningur í dag um Icesave-samkomulag við Hollendinga og Breta, án þess að málið sé einu sinni komið inn í þingið. Ég tel þetta mjög óþinglegt og að í rauninni sé ríkisstjórnin að fara langt út fyrir umboð sitt. Umboð ríkisstjórnar Íslands takmarkast af þeim lögum sem samþykkt voru 28. ágúst, hvaða skoðun sem menn höfðu á því, 28. ágúst voru samþykkt lög sem mótuðu umboð ríkisstjórnarinnar. Það sem ríkisstjórnin er að gera með (Forseti hringir.) undirskrift sinni í dag er í andstöðu við það sem samþykkt var 28. ágúst. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)