138. löggjafarþing — 10. fundur,  19. okt. 2009.

aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.

69. mál
[17:05]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skil svar hæstv. ráðherra þannig að gert sé ráð fyrir að allt sé borgað í topp. Ef svo ólíklega vill til, ég segi ólíklega vegna þess að ríkisstjórnin talar meira um efnahagsframtíðina, að þær aðstæður gangi ekki eftir verði hugsanlega afskrifað. Línan er samt sú að allir munu borga í topp miðað við þetta frumvarp. Þess vegna eru lánastofnanir tilbúnar að taka þátt í þessu og skrifa undir.

Dagsetning varðandi viðmiðun er í maí í þessu frumvarpi, ekki satt? Hvers vegna var sú dagsetning valin frekar en einhver önnur þegar reiknað var út eða gerðar áætlanir varðandi endurgreiðslur og annað?