138. löggjafarþing — 10. fundur,  19. okt. 2009.

aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.

69. mál
[18:58]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvort kannað hafi verið í ráðuneytinu hvort upptaka húsaleigubóta hafi hækkað leigu í landinu. Kannanir sem ég hef séð t.d. frá Þýskalandi sýndu nefnilega að húsaleigubætur hækkuðu leiguna, þ.e. þær runnu í rauninni í vasa húseigenda en ekki leigjenda.