138. löggjafarþing — 11. fundur,  20. okt. 2009.

afskriftir af höfuðstól lána íslenskra heimila og rekstrarfyrirtækja.

4. mál
[15:40]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Framsóknarflokkurinn setti fram leið til þess að leiðrétta höfuðstól sem var kölluð 20% leiðréttingin núna fyrir kosningarnar og ég tók heils hugar undir það. Við þremenningarnir höfum lagst í miklar stúdíur og erum eiginlega á því að þarna sé ekki nægilega að gert. Í raun sé komið fram yfir þann tíma, það sé of seint að grípa til þeirrar aðgerðar. Mér þætti vænt um að heyra álit hv. þingmanns á þessari skoðun okkar þremenninganna og hvort jafnvel komi til greina að auka afskriftirnar frá 20% eða hvort þeir hafi aðrar leiðir í huga í sambandi við skuldaleiðréttingar.