138. löggjafarþing — 11. fundur,  20. okt. 2009.

afskriftir af höfuðstól lána íslenskra heimila og rekstrarfyrirtækja.

4. mál
[15:41]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Afsakið, ég var að hugsa á leiðinni upp í ræðustól hvaða þremenningar þetta væru, síðan heyrði ég skýringuna þannig að ég veit það núna. Líklega, ef ég heyrði þetta rétt, þá eru það þeir félagar Tryggvi, Þór og Herbert sem mynda þetta teymi sem hefur mjög yfirgripsmikla þekkingu á efnahagsmálum þjóðarinnar og ekki síst heimilanna. Ég fagna því að þeir félagar skuli leggja okkur lið.

Hins vegar vil ég taka skýrt fram að þessi 20% eru ekki heilög tala fyrir okkur. Við sögðum það á sínum tíma og í raun segi ég enn í dag að það þurfi að lágmarki að fara þá leið. Það kann að vera hærra, það kann að vera eitthvað undir þessu, það kann að þurfa að setja þak. Við viljum einfaldlega að þetta verði skoðað gaumgæfilega ofan í kjölinn og við vitum að hér á landi eru sérfræðingar eins og hv. þingmaður sem hafa skoðað þetta ofan í kjölinn og komist að því að þetta er hægt. Það þarf að gera það.