138. löggjafarþing — 11. fundur,  20. okt. 2009.

afturköllun á ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínu.

11. mál
[20:27]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er eitt og annað sem kemur upp í hugann við þetta ágæta andsvar en fyrst og fremst, í anda þess að við erum komin hérna vel fram yfir kvöldmat, fagna ég því að þingmaðurinn man eftir þeirri staðreynd að Framsóknarflokkurinn átti aðkomu að tilurð umhverfisráðuneytisins. Ég vil, vegna þess að það er fátt um framsóknarmenn hér í salnum í augnablikinu, hvetja hann til þess að halda um það sérstakt fræðsluerindi í gula herberginu hérna niðri og rifja það upp með sínum flokksfélögum, og þá væntanlega með hv. þm. Guðmundi Steingrímssyni líka, til hvers umhverfismálin eru og hver staða þeirra á að vera, sé þeim sýndur fullur sómi í Stjórnarráði Íslands.