138. löggjafarþing — 11. fundur,  20. okt. 2009.

afturköllun á ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínu.

11. mál
[20:36]
Horfa

Davíð Stefánsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar til að þakka hv. þm. Ragnheiði Elínu Árnadóttur örstutt fyrir að túlka orð mín um frekju sér og sínum málstað í hag. Það hvarflar ekki að mér að kalla baráttu Suðurnesjamanna fyrir atvinnu frekju. Ég er ekki þannig maður. En sá gjörningur sem felst í þessari ályktun og gerir úlfalda úr mýflugu kalla ég leikrit. Ég gerði það fyrr í kvöld og ég mun gera það áfram og ég mun kalla þennan gerning áfram frekju. Þetta er algerlega tvennt ólíkt.