138. löggjafarþing — 12. fundur,  21. okt. 2009.

staða skuldara -- persónukjör -- stuðningur við Icesave.

[13:45]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Ég get upplýst hv. þingmann um að það var fullur einhugur um það í þingflokki Vinstri grænna að málið fengi þinglega meðferð, enda voru allir sammála um það í þingflokki VG að málið hefði tekið miklum, góðum og jákvæðum breytingum frá því fyrr í sumar, samningsstaða Íslands hefði augljóslega styrkst við þessa fyrirvara sem Alþingi setti og andi þeirra væri þarna mjög sterkur, ekki bara í einhliða yfirlýsingu Íslands heldur í þeim samningsdrögum sem lágu fyrir. Að sjálfsögðu var farið vandlega yfir þau gögn sem á borðinu voru og ég sem þingflokksformaður Vinstri grænna sem hef setið alla okkar fundi um þessi mál er mjög bjartsýn á að málið verði farsællega til lykta leitt í þinginu. (BÁ: Engir fyrirvarar?)