138. löggjafarþing — 13. fundur,  22. okt. 2009.

brottvísun hælisleitenda.

[10:50]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir):

Virðulegi forseti. Það háttar þannig til í tilviki þeirra einstaklinga sem var vísað frá landinu að grísk yfirvöld höfðu sérstaklega staðfest að þau mundu veita þeim viðtöku. Er það í samræmi við áherslur (Gripið fram í.) Mannréttindadómstólsins og þær áherslur sem við höfum lagt í þessu máli.

Það að ekki hafi verið farið í áfrýjunarfrest, ég kannast ekki við það, en það er vissulega bagalegt að aðeins einn hafi nýtt sér þann rétt að skjóta máli sínu til Mannréttindadómstólsins (Gripið fram í.) og að það hafi gerst þegar brottvísunarákvörðun lá þegar fyrir.