138. löggjafarþing — 13. fundur,  22. okt. 2009.

fyrirvarar við Icesave-samninginn.

[10:57]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Frú forseti. Hv. þingmaður hefur mikla ályktunarhæfileika. Hvernig mundi hann gagnálykta út frá þeim orðum sem hann hefur eftir formanni Sjálfstæðisflokksins? Hann segir að formaður Sjálfstæðisflokksins hafi sagt að niðurstaða Alþingis í sumar hafi verið gagntilboð. Þá gagnálykta menn væntanlega að á móti því komi annað tilboð. Það kom (Gripið fram í.) og eftir miklar hræringar, þreifingar og afsagnir ráðherra kom (Gripið fram í.) ákveðin niðurstaða sem við erum að ræða. (Gripið fram í.) Sú niðurstaða er eftir uppskrift Sjálfstæðisflokksins (Gripið fram í: Nú?) sem sagði í vetur að það ætti að gera þrennt, það ætti í fyrsta lagi að semja, í öðru lagi ætti ekki að fara dómstólaleiðina vegna þess að það hefði ákveðinn háska í för með sér (Gripið fram í.) og í þriðja lagi ætti að halda til haga áskilnaði okkar um að ef dómur félli yrði málið skoðað upp á nýtt. Allt þetta er inni nú. (Gripið fram í.) Já, hann gerði það. (Gripið fram í: Jaá, já.) (Gripið fram í: … breyta sögunni.)