138. löggjafarþing — 13. fundur,  22. okt. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[15:53]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að forvitnast aðeins um það hjá hv. þm. formanni fjárlaganefndar, Guðbjarti Hannessyni, hvernig hann sér málið fara til vinnslu í framhaldi þeirrar umræðu sem á sér stað í fjárlaganefnd. Þessi spurning er borin upp í ljósi þeirrar umræðu sem var fyrr í dag þegar hæstv. fjármálaráðherra var í andsvörum og einnig í ræðu hans. Hvernig sér hann málið? Í hvaða búningi sér hann málið í dag? Mig langar að heyra hjá hv. formanni fjárlaganefndar með hvaða hætti hann sér nefndina vinna að varðstöðu um hagsmuni íslenskrar þjóðar sem svo góð samstaða náðist um í nefndinni í sumar. Hvernig hyggst hann beita sér í þessu máli og hvaða tökum hyggst hann taka málið við vinnu nefndarinnar?