138. löggjafarþing — 13. fundur,  22. okt. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:10]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það gleður mig að hv. þm. Birgi Ármannssyni þyki ég málefnaleg. Það er ekki rétt hjá honum að ég hafi gleymt þessu með vaxtakostnaðinn. Ég nefndi það ekki og það var ekki til þess að villa um fyrir honum eða neinum öðrum. Við getum minnt á að hæstv. utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson hefur nefnt það hér og það er vissulega rétt að í efnahagsfyrirvörunum í sumar var þetta ekki. Mér er hins vegar sagt að það séu hverfandi líkur á því að miðað við þá fyrirvara verði þessi upphæð ekki innan þeirra — sem sagt þannig að við ættum örugglega að greiða. Ég biðst afsökunar á því að komast ekki skýrar að orði en ég geri ráð fyrir því að hv. þingmaður virði vilja minn til að koma meiningu minni á framfæri í þessum efnum.

Síðan verð ég bara að biðja hv. þingmann að endurtaka seinni spurninguna vegna þess að hún er dottin úr mér.