138. löggjafarþing — 14. fundur,  23. okt. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[09:48]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég get ekki tekið undir það með hv. þingmanni að við höfum fallið frá þeim rétti af því að hann kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu ráðherra þjóðanna þriggja um að við áskiljum okkur allan rétt til að sækja málið og við höfum aldrei fallið frá réttinum til að sækja málið gegn Bretum, það hefur aldrei verið gert og það er ágætt að það komi hér fram. Hins vegar stóðum við, eins og ég var að reyna að lýsa fyrir þingheimi, frammi fyrir óbærilegum pólitískum og efnahagslegum vanda og hann urðum við að leysa. En menn hafa ekki gefið frá sér rétt til málsóknar, hvorki í þessu né öðru. Það hefur aldrei verið gert.