138. löggjafarþing — 14. fundur,  23. okt. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[09:54]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Enn og aftur erum við hv. þingmaður algerlega ósammála. Áhyggjur mínar í sumar lutu að því að þeir fyrirvarar sem hér voru gerðir yrðu virtir að vettugi af þeim sem við værum að semja við. Þess vegna tel ég styrk í því að þeir séu felldir inn í samninginn eins og nú hefur verið gert en ekki látnir vera þar fyrir utan. Ég tel að það sé styrkur að því fyrir stöðu okkar. Að þessu leyti erum við algerlega ósammála, við hv. þm. Vigdís Hauksdóttir.

Hvað varðar hlutverk löggjafarvaldsins og framkvæmdarvaldsins held ég að ég skilji það þó að ég sé bara búin að vera hér í tíu ár. (Gripið fram í.)