138. löggjafarþing — 15. fundur,  23. okt. 2009.

aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.

69. mál
[11:56]
Horfa

Þór Saari (Hr) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Það sem ég vildi hnykkja á varðar fólk sem hefur staðið í stórfelldum lántökum, jafnvel hjá Íbúðalánasjóði eða öðrum slíkum, og notað peningana í fjárfestingar í öðru en eigin íbúðarhúsnæði. Verður eitthvað gert til þess að skoða það og greina á milli í hvað þessi lán fóru? Er virkilega rétt að fólk fái skuldaniðurfellingu ef það hefur tekið lán út á veð í húsnæðinu sínu og keypt fyrir það hlutabréf?