138. löggjafarþing — 15. fundur,  23. okt. 2009.

aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.

69. mál
[12:55]
Horfa

Þór Saari (Hr) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég er hér einfaldlega borinn röngum sökum, ég hef ekki sakað þingmenn um eitt eða neitt þannig að það er ekki hægt að (Gripið fram í.) biðjast afsökunar á því.

Hvað varðar hraða þessa máls vil ég bara ítreka að fram hefur komið að það er allt of mikill hraði á því. Vissulega er þörf, og fyrir löngu síðan orðin þörf á að gripið yrði hér til aðgerða til bjargar heimilunum. En það hefur verið staðið í vegi fyrir því af ríkisstjórnarflokkunum í allt of langan tíma og núna þegar það er gert er það gert með slíkum ólíkindum, að mér finnst, að það þarf einfaldlega að fara miklu betur yfir það mál. Og það þarf að velta fyrir sér hvers vegna verið sé að steypa hér skuldum vegna heimila fólks inn í sama pakka og skuldum vegna annarra fjárfestinga og áhættufjárfestinga. Ég tel einfaldlega að slík vinnubrögð séu ekki þau réttu vinnubrögð sem á að viðhafa í svona málum.

Það er einföld og málefnaleg gagnrýni og ekkert — jú, jú, það má svo sem gagnrýna hana en ég tel þetta einfaldlega ekki rétt vinnubrögð.