138. löggjafarþing — 16. fundur,  23. okt. 2009.

aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.

69. mál
[14:39]
Horfa

Frsm. fél.- og trn. (Sigríður Ingibjörg Ingadóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir einróma nefndaráliti hv. félags- og tryggingamálanefndar. Varðandi athugasemdir hv. þm. Þórs Saaris, þingmaðurinn sendi í gær nefndinni athugasemdir og það láðist að geta um það í skriflegu nefndaráliti og því er rétt að það komi fram. Nefndin fjallaði með einhverjum hætti um suma af þeim punktum sem þar komu fram. Annað má telja að varði ekki beint frumvarp þetta.

Það er niðurstaða nefndarinnar að loknum fundi að þessum athugasemdum þingmannsins skuli vísað til þess starfshóps sem við lögðum til í breytingartillögu við frumvarpið og um starfshópinn, svo ég bara ítreki það, segir í bráðabirgðaákvæði:

„Ráðherra skal við gildistöku laga þessara skipa starfshóp með fulltrúum allra þingflokka, sérfræðingum og fulltrúum hagsmunaaðila.“

Sá hópur mun skoða athugasemdir hv. þm. Þórs Saaris, rétt eins og hópurinn mun taka til athugunar athugasemdir annarra umsagnaraðila við frumvarpið.