138. löggjafarþing — 16. fundur,  23. okt. 2009.

aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.

69. mál
[14:47]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég fagna því að við séum komin þetta langt, þ.e. að hafa náð að fara með málið í gegnum þingið með breiðri samstöðu. Ég tek undir með Þór Saari að það er ekki til fyrirmyndar að vinna mál með þessum hraða. Málið er hins vegar brýnt. Það sem er mikilsverðast er að sú tillaga sem uppi hefur verið hjá mörgum hverjum, m.a. hjá okkur sjálfstæðismönnum, að farið verði í þverpólitískt starf við að leysa skuldavanda heimilanna, er orðin að veruleika. Þess vegna hrósa ég öllum þeim sem komið hafa að málinu og þakka enn og aftur fyrir gott samstarf. Ég segi já.