138. löggjafarþing — 16. fundur,  23. okt. 2009.

þjónusta Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja.

79. mál
[15:04]
Horfa

Flm. (Guðrún Erlingsdóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek heils hugar undir allt sem hv. þm. Unnur Brá Konráðsdóttir sagði og þó svo ég hafi verið með þingsályktunartillögu um sjúkrahúsið þá eru eins og hv. þingmaður benti á ýmsar aðrar stofnanir sem hægt er að nýta betur og væntanlega öfugt, þ.e. að ýmsar stofnanir nær okkur getum við nýtt mun betur en verið hefur. Ég hlakka bara til þegar Landeyjahöfn kemst í gagnið og við getum farið að nýta þær betur.